Teitur Þorkelsson

Teitur Þorkelsson hefur starfað sem fréttamaður á Íslandi, sjálfstæður kvikmyndagerðarmaður og sem talsmaður fyrir bæði breska sendiráðið á Íslandi og alþjóðlega vopnahléseftirlitið á Sri Lanka, auk þess að reka fjölmiðlaherferðir fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Síðan 2006 hefur Teitur unnið að þekkingarmiðlun, ráðgjöf og innleiðingu nýjunga á sviði sjálfbærra samgangna, auk þess að veita ráðgjöf í almannatengslum og þjónusta erlenda fjölmiðla á Íslandi.

Sem einn stofnenda og framkvæmdastjóri þekkingarfyrirtækisins Framtíðarorku, hefur Teitur unnið að því markmiði síðustu ár að Ísland verði fyrsta land heims knúið 100% sjálfbærri orku. Mikilvægt skref í þá átt var stofnun Driving Sustainability ráðstefnunnar um orkugjafa framtíðar í samgöngum en hún olli straumhvörfum í umræðu, aðgerðum og opinberri stefnumótun tengdum orkumálum samgangna á Íslandi og víðar.

Teitur er heimspekingur og blaðamaður að mennt, með meistarapróf í alþjóða öryggismálum og alþjóðalögum með áherslu á sviði endurnýjanlegrar orku. Þá hefur hann m.a. lagt stund á nám í málum tengdum fjölmiðlasamskiptum, stríðsátökum og sjálfbærri þróun við Diplómatísku Akademínuna í Vínarborg og Háskóla Sameinuðu Þjóðanna í Tokyo.

Teitur elskar ævintýri, útivist og náttúruna. Fjölskyldan, nútíðin og framtíðin skipa fyrsta sæti saman.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Teitur Þorkelsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband