Færsluflokkur: Bloggar
11.2.2010 | 16:16
Snjallt raforkukerfi / Smart Grid útskýrt á tíu mínútum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2009 | 23:27
Mánaðarlaun ríkisstarfsmanns - Ein heimsreisa á ári - Munar um minna
Var að uppgötva það að munurinn í krónum á því að reykja Marlboro (skásta verksmiðjutóbakið) eða að rúlla sér sjálfur tóbak, án brunahvetjandi efna og guð má vita hvaða aukaefna, er 219,000 ISK á ári. Mér sýnist það vera um það bil ein mánaðarlaun ríkisstarfsmanns samkvæmt síðustu upplýsingum.Eða ein heimsreisa á ári.
Er það ekki merkilegt fyrir þá sem vilja hætta að reykja en fá sig ekki til þess. Hér er að minnsta kosti hægt að velja bæði bláan Ópal og rauðan og græða á öllu saman.
Ekki svo að skilja að maður veikist eða drepist síður af Golden Virgina rúllutóbaki eða Marlboro. Nei. Erfðir og lífstíll ráða restinni ef maður reykir á annað borð.En það má að minnsta kosti nota mismuninn í eitthvað uppbyggilegt, til að gleðja þá sem maður þykir vænt um, gera fallegt í kringum sig eða jafnvel borga bönkunum sinn skatt eins og fógetanum af Nottingham.
Kaupa gulrætur, styrkja kattavinafélagið eða kasta fimmþúsundköllum af áhorfendapöllum yfir Alþingi og sjá hverjir hlaupa - fyrir framan myndavélarnar.
Þetta er sannleikurinn um rúllutóbakið, hvorki meira né minna, og margt fleira.
Góðar stundir,
Teitur
Bloggar | Breytt 11.12.2009 kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)