2.3.2010 | 01:22
Fellum kerfið
Gæti nokkuð verið göfugra, þegar kerfið vill fella okkur?
Spillingin er vaðandi og freyðir rétt á yfirborðinu, er nú nema von að fólki ofbjóði?
Megum við benda á þær staðreynd að nú, og kannski í fyrsta sinn í langan tíma, gæti litla Ísland haft einhver áhrif á veraldarsöguna?
Í krafti fullveldis fólksins í elsta lýðveldi Evrópu, í boði forseta Íslands?
Spurningarmerki? já,
Því stjórnmálamenn (stjórnmálamaður: manneskja sem vill ná völdum, halda þeim og auka þau sér og sínum til hagsbóta) munu gera hvað sem er til að koma í veg fyrir slíka aðgerð. Stjórnmálamenn í öllum löndum sameinist!
Stjórnmálamenn eru hluti af kerfinu og munu eðli málsins samkvæmt gera allt til að vernda kerfið og þar með sjálfa sig.
Engin þjóðaratkvæðargreiðsla: auðvitað, varla verður hún
Sú niðurstaða verður þá fyrst og fremst hvatning til að halda áfram
og fella kerfið
því nýs er þörf
Teitur
74% gegn Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað sérðu fyrir þér koma í staðinn?
Ragnar Kristján Gestsson, 2.3.2010 kl. 09:31
Sæll Ragnar,
Nýtt og betra kerfi. Held það væri góð byrjun að halda stjórnlagaþing, endurnýja stjórnarskrána, tryggja raunverulega þrískiptingu ríkisvaldsins og jafnvel bæta við einhverskonar eftirlitsnefnd með því að kerfið virki eins og það eigi að virka.
Landið allt eitt kjördæmi, stórauka beint lýðræði með rafrænum þjóðaratkvæðagreiðslu og raunverulega stefnumótun og sérhæfingu byggða á styrkleikum lands og þjóðar.
Því miður er staðreyndin sú að Ísland er eftirá í flestu ef við berum okkur saman við nágrannaþjóðirnar líkt og sjá má af því hvernig ný löggjöf verður til hérna. Nánast undantekningarlaust eru ný lög tekin upp klippt og límd í kjölfar ESB og Norðurlandaþjóða, en allt of langt á eftir.
Ég vona að það hljómi ekki allt of stórkarlalega en ég tel að ef svo ólíklega vilji til að þjóðaratkvæðagreiðslan fari í raun fram sé það besti möguleiki Íslands til að brjóta blað í Íslands- og mannkynssögunni.
Borgarar víða um heim eru fullsaddir á banka og fjárfesta bail out stefnu eigin stjórnvalda.
Það koma upp tækifæri endrum og eins í sögunni þar sem lítil þúfa getur velt þungu hlassi og hafið dramatískar breytingar.
Laugardagurinn 6 mars gæti verið eitt slíkt, þrátt fyrir allt tal um merkingarlausan skrípaleik.
Kær kveðja,
Teitur
Teitur Þorkelsson, 3.3.2010 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.