30.3.2010 | 02:41
Megas um kattasálfræði
Ábyrgðin er fyrst og fremst Alþingis. Það kusum við öll og það á að stjórna.
Hvort sem þingmönnum líkar betur eða verr eru þeir á okkar kostnað við að stjórna ríkinu. Til hvers þurfum við stjórn vs. stjórnarandstöðu á þessum tímum, eða bara yfirleitt? 51% að róa áfram en 49% afturábak? Ekki góður leikur í ólgusjó. Það virðist ansi tímafrekt og ófullkomið kerfi þó vissulega skapi það ákveðið framboð af fréttum og um leið umfjöllun fyrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum. Þetta kallar líffræðin samlífi og slíku er alltaf erfitt að breyta þegar um tvo valdamikla hópa í samfélaginu eru að ræða. Í þessu tilfelli stjórn ríkisins og fjölmiðlana.
Stóri flokkurinn skiptir um lítinn flokk til að vinna með samkvæmt stjórnarskrá, hvað er nú það? Raunverulegt lýðræði snýst ekki um að meirihlutinn ráði og að meirihlutanum sé skipt út regulega. Það er mjög kaflaskipt og ófullkomið lýðræði.
Við þurfum að láta liðið stjórna í takt og vinna landinu gagn. Þrátt fyrir allar stjórnmálastefnur hlýtur góður stjórnandi að geta búið til góða bylgju fyrir góðum hlutum á meðal allra þingmanna, og það fyrir okkur öll.
Ef einhverjir eru kettir, þá dugar ekki að smala þeim, heldur er best að athuga kattasálfræðina, hvernig eiga á við ketti. Að heimta bara smalanlegri ketti er meiriháttar hugsanavilla sem kemur upp um leynda drauma um 1) Ægivald og 2) Þöggunartímabil Flokksleiðtoganna á Íslandi. Guð forði okkur frá því að það verði á ný.
Megas lýsti þessu best um árið þegar ég spurði hann hvað honum fyndist um ketti:
"Ég hef engan sérstakan áhuga á köttum, en kettir virðast hafa mikinn áhuga á mér. Ég held að það sé vegna þess að ég er ekki að eltast við þá, heldur sýni ég þeim góðlátlegt afskiptaleysi."
Það er önnur saga en mér skilst að þetta lífsviðhorf virki líka best fyrir karlmenn í konuleit.
Góðar stundir,
T
Dýrkeypt leit að köttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem ég á þrjá ketti tel ég mig vita ýmislegt um þá. T.d þú smalar ekki köttum, kettir fara bara sínar eigin leiðir. Þú getur tælt kött með góðgæti eða gælum, en þú þvingar hann ekki til þess að sýna undirgefni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.3.2010 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.